Legg til að gróursettar verði aspir utan við Eyvindraá á mótsvið Norðurtún til að brjóta niður norðaustan áttina. Skógræktarfélag Austurlands hefur boðið aspir í þetta verkefni og þær gætu staðið enn til boða ef áhugi er á.
Trjágöng brjóta vind almennt og gagnast því sem vindbrjótar, jafnvel þótt vindur standi ekki hornrétt á þau. Með þessu væri hægt að brjóta þann streng sem norðaustan áttin getur verið á þessu svæði og minnkað snjósöfnun á svæðinu. Auk þess að fegra útsýnið frá húsunum við Eyvindará yrði til nýtt útivistarsvæði þar sem íbúar gætu notið skjólsins sem fengist við ána.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation