Nýting álversbygginga við Helguvík

Nýting álversbygginga við Helguvík

Nú þegar verið er að huga að sölu bygginga Norðuráls við Helguvík ættu sveitarfélögin að skjóta saman í að kaupa mannvirkin, hólfa þau niður og gera fokheld með því markmiði að efla atvinnustarfsemi og menningu á Suðurnesjum.

Points

Má einnig fara að framleiða þarna vistvæna vöru úr hampi.

Nú þegar verið er að huga að sölu bygginga Norðuráls við Helguvík ættu sveitarfélögin að skjóta saman í að kaupa mannvirkin, hólfa þau niður og gera fokheld. Svo má leigja út fyrir menningarstarfsemi og sprotastarf. Það eru ýmsar hugmyndir hjá fólki um gróðurhúsarækt og léttan iðnað, en vantar frumkvæði frá sveitarfélögunum. Þarna gætu verið mörg stór sem smá rými til útleigu, en þó aðeins fyrir vistvæna starfsemi vegna nálægðar við íbúabyggð.

Þetta er einmitt tilvalin bygging fyrir alls konar ræktun og bæjarfélögin á þessu svæði ættu að skoða það vel og vandlega hvort það væri ekki hagur í því að kaupa og leigja síðan út með vistvæna starfsemi í huga. Það gæti verið liður í blandaðri atvinnu hér á Suðurnesjum.

https://kvennabladid.is/2015/08/25/grodur-er-grodi/ Hérna eru rök sem ég og vinur minn skrifuðum fyrir 5 árum síðan.

Bara allt annað en mengandi starfsemi við jaðar bæjarins!

Breytum þessu í kálver

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information