Væri hægt að fá Garðyrkjuskóla Íslands í samstarf um fegrun þessa svæðis og/eða ræða við Stanley um samstarf vegna þessa eða jafnvel eftirfylgd með verkefninu þegar búið er að endurgera svæðið. Þarna þyrfti að vera blómaker, bekkur/bekkir, skemmtileg lýsing, upplýsingaskilti um Flateyri o.fl.
Mikilvægt að gera þennan græna blett í hjarta þorpsins mjög fallegan. Ferðamenn ganga um eða meðfram þessu svæði á leið frá kirkjunni niður á Hafnarstræti. Endurnýja þarf gamla runna, bæta við fjölbreyttari gróðri og laga grasflötina sem rifin var upp fyrir mörgum árum. Túlípanabeð á blettinum voru eitt sinn til fyrirmyndar en hafa ekki verið í mörg ár.
Væntanlega er átt við svæðið sem kallað er Kirkjutunga (íhaldsbletturinn). Sannarlega er þörf á að snyrta þarna til og gera þetta svæði fallegra.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation