Fjölskyldu og húsdýragarður á gamla tjaldstæðinu

Fjölskyldu og húsdýragarður á gamla tjaldstæðinu

Starfræktur verði lítil húsdýra og fjölskyldugarður á gamla tjaldstæðisreitnum. Á Suðurlandi er t.d til dýragarðurinn Slakki sem tugþúsundir gesta heimsækja á ári. Ég tel að svipuð stærð gæti hentað vel hérna ásamt því að hafa leiksvæði og aðstöðu fyrir fjölskyldufólk t.d útiborð,grill o.s.frv. Þessi garður væri hugsaður bæði fyrir ferðafólk og einnig okkkur sem búum á þessu svæði, unga fólkið í unglingavinnunni myndi vinna við þetta undir leiðsögn aðila með reynslu t.d eldri bænda?.

Points

Ég sé fyrir mér fallegt sumarveður og fólk á ferðinni með börnin sín í fjölskyldugarðinum, útlendingar að skoða dýrin og aukið sýnilegt mannlíf í bænum. Mér finnst fátt í boði fyrir utan sundlaugina að sumri og er sannfærður um að garður sem þessi yrðu mikið notaður af bæði gestum og íbúum á svæðinu og gæti þannig t.d aukið líkur á því að halda gestum lengur hjá okkur og sett annan brag á bæinn okkar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information