Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskogi

Torfærubraut fyrir reiðhjól í Selskogi

Hugmyndin er að búin verðið til 1-2 km krefjandi torfærubraut, fyrir reiðhjól, í Selskogi og gert verði ráð fyrir mögulegri stækkun brautarinnar í framtíðinni. Mín hugmynd er að Sveitarfélagið myndi láta teikna upp leið í samvinnu við verðandi notendur. Frekari útfærsla á brautinni yrði svo á vegum notenda. Þ.e. ef það þarf að byggja brír. Laga stíga o.fl. Þessi leið var farin í Kjarnaskógi og Hlíðarfjalli við Akureyri og er það nú orðin ein vinsælasta torfærubraut landsins.

Points

Það er hægt að gera margt án þess að það þurfi að kosta mikið. Sveitarfélagið þarf bara að gefa leyfi fyrir afnot af landi og þá geta áhugamenn vekefnisins séð um klára málið. Svæðið yrði þá líka hannað af notendum en ekki einhverjum sem ekki hafa vit á sportinu.

Selskógur er paradís fyrir hjólreiðar en vegna landslags o.fl. er ekki óhætt að hjólreiðar fari fram á sömu stígum og gangandi vegfarendur.

Ég held við ættum endilega að láta reyna á það hvort áhugafólk um hjólamenningu er ekki til í að leggja sitt af mörkum svo þetta megi verða að veruleika. Það væri virkilega gaman ef Fljótsdalshérað gæti markað sér sérstöðu sem hjólasamfélag. Ég held líka að þetta geti höfðað til yngra fólks og unglinga, en það er alltaf þess virði að reyna að hvetja þann aldurshóp til að stunda útivist og hreyfingu.

Eru ekki einhverjir áugamenn um "Off road" hjólreiðar á svæðinu ?

Meiri fjölbreytni í afþreyingu

Ég er hlynntur þessari hugmynd en tel jafnframt að hjólastígur og gögnustígur eigi engan vegin saman. við erum mörg sem notum stíginn til útihlaupa og það getur verið mjög varasamt að keyra þetta á sama stíg

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information