Lýsing í Gamla Skrúðgarðinn

Lýsing í Gamla Skrúðgarðinn

Gamli Skrúðgarðurinn er fallegur staður í bæjarlandinu, þó vissulega mætti halda honum betur við. Margir ganga þarna um á leið í vinnu eða skóla og krakkar eru oft að leika sér þarna um helgar. En um leið og dimma tekur er svæðið sem svarthol og engin sér handa sinna skil, hvað þá fóta. Þarna vantar lýsingu. Skemmtilegast væri ef fólk leyfði sér að vera skemmtilegt og hönnuð væri falleg eða í það minnsta frumleg lýsing.

Points

Mjög góð hugmynd, geng oft þarna í gegn og það væri mikið til bóta að fá lýsingu meðfram stígunum.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47 (11.5.2016) Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að láta gera athugun á lýsingarþörf og kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Verkefnið þarf að vinna í samráði við nágranna og hagsmunaaðila, með ljósmengun í huga. Hugmyndir um lýsingu: Óbein lýsing: Kastarar í jörðu lýsa upp tré og runna. Seríur með stórum ljósaperum á milli staura sem setir væru upp. Bein lýsing: Lágir staurar (1m) sem lýsa upp gönguleiðir. Ljósastaurar í antikstíl settir upp víða um garðinn. Annað: Luktir, ledljós eða hefðbundnir ljósasaurar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information