Það er oft erfitt fyrir ökumenn að sjá stíga fyrir gróðri o.fl. Því er mikilvægt að merkja með áberandi hætti þar sem stígar þvera götur. Dæmi um þetta er t.d. þar sem stígur þverar Sólvelli og Koltröð
Þetta skapar mikla hættu og ekki hægt að kenna bara ökumönnum um þar sem stígarnir eru oft mjög vel faldir í gróðri. Þetta á aðallega við inni í íbúahverfum þar sem mikið er um að börn séu að leika sér
Þetta tel ég þarft mál.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation