Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum opni gáttir sínar fyrir morgunhressu líkamsræktar- og sundfólki kl 6:00
Margir nýta sér að fara á æfingu eða í sund áður en vinnudagurinn hefst. Oft er nokkuð þröngt á þingi í ræktinni frá kl 6:30-7:30 og gjarnan bíður hópur fólks við íþróttahúsið þegar það opnar. Fyrir þá sem þurfa að vera mættir í vinnu kl 8:00 og vilja taka góða æfingu er nokkuð seint að byrja kl 6:30 og þurfa þá jafnvel að bíða eftir að komast í tæki. Morgunstund gefur gull í mund!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation