Göngustígur frá Miðvangi 22. að Miðvangi 6. "Hlimsdölum".

Göngustígur frá Miðvangi 22. að Miðvangi 6. "Hlimsdölum".

Það þarf að malbika göngustíg milli þessara tveggja staða (Miðvangur 22. og Miðvangur 6.) og gera hjólastólaaðgengi upp að inngangi að Hlimsdölum svo eldriborgarar komist leiða sinna. Helst ætti að leggja hita í þennan göngustíg þannig að hann sé ekki ísilagður allan veturinn en ef vel er mokað og sandað ætti að vera nóg að malbika hann.

Points

Miðvangur 22. er fjölbýlishúsnæði á Egilsstöðum fyrir eldriborgara. Fólk sem á þar heima nýtir sér dagskrá fyrir eldriborgara sem er í Miðvangi 6. "Hlimsdölum" Þarna á milli er engin gangstétt en það er göngustígur úr möl... en ef þú ferð hann þá endar þú hjá stiga með engum hjólastóla/göngugrindar rampi. Þannig að þeir eldriborgarar sem eiga leið þarna á milli Miðvangs 22. og Miðvangs 6. á hjólastól eða með göngugrind þurfa að fara sína leið eftir götunni og svo upp bratta brekku.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information