Gálgaklettur , stór merkilegar menningarminjar í miðjum bæ.

Gálgaklettur , stór merkilegar menningarminjar í miðjum bæ.

Það er löngu kominn tími til að vekja þennan stór dramaríska og fallega stað til vegs og virðíngar. Þarna er sögusvið fyrri tíma laga og réttar og enduðu ólánsmenn þar líf sitt á gálgatré. Sennilega voru þeir huslaðir undir klettaröðini kannski árhundruðum saman, hvað vitum við ?. Allavega þá höndlað ég sjálfur bein ólánsmanna sem komu þarna upp úr jörðinni og hafði verið safnað í forláta smíðakassa sem stóð á lítilli klettsillu, en þarna lékum við okkur krakkarnir í hinum ýmsu leikjum.

Points

Hvet menn og konur að setja upp sögugleraugun og fá sér göngutúr á staðinn. SG

Mögulegar fornmenjar eru í verulegri hættu vegna villts trjágróðurs sem þarna vex sem aldrei fyrr og það fór svolítið um mig þegar framkvæmdir við hitaveitu og göngustíg hófust þar í sumar. En annars held ég að þarna séum við með feiknarlega áhugaverðan stað fyrir ferðaþjónustuna í bænum til að nýta sér í markaðsetningu. Hafa ber í huga að öll klettarröðin er undir í þessu og eingin veit með vissu hvar hinn eiginlegi Gálgaklettur er, en mín tillaga er að hann sé nyrstur og neðstur í röðinni.

Bæti hér við að í þeim kletti er mikil silla sem rúmar vel þær athafnir sem til þurfti er taka átti mann af lífi með heingingu og er úthöggvin skúti á botni sillynnar sem gæti hafað verið gerður til skálkunnar fyrir gálgatréð. Kannski getur einhver leiðrétt mig með það hvort skútinn er seinni tima verk og þá til hvers, en hann virðist allavega úthöggvin af mannahöndum. Þar sem gálgaklettur er sagður í dag er það trúlega vegna þess að þar komu beinin upp og félagasamtök settu þar upp skjöldinn.

Það má líka bæta Gálgaklett á fínu vegvísana sem settir voru upp í fyrra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information