Fjölga ruslatunnum við göngustíga/ganstéttir.

Fjölga ruslatunnum við göngustíga/ganstéttir.

Það þarf að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttir bæjarinns. Sérstaklega á göngustíg fyrir ofan Norðurtún og þaðan allaleiðina út Ártún, og meðfram Seyðisfjarðarvegi... Svona svo eitthvað sé upp talið.

Points

Á of mörgum stöðum á Egilsstöðum/Fellabæ gengur maður í kílómeter eða meira þar til maður kemur að ruslatunnu. Þetta ýtir undir að fólk hendi/losi sig við rusl á göngustíga/ganstéttir...

Hugmyndin er fín en það þarf líka að hugsa um að tæma og halda þeim snyrtilegum. Hætt við því að það myndi gleymast. Spurning hvort það væri kannski hægt að gera þær tunnur sem fyrir eru sýnilegri og jafnvel setja upp skilti á nokkra staði sem vísa á hvar hægt er að finna næstu tunnu.

Maður vegrar sér við að taka upp rusl þar sem næsta tunna er hvergi sýnileg. Það að segja að það sé hætta á að það gleymist að tæma er ekki í myndinni. Það er örugglega hægt að kom því inn i rútínu hjá einhverjum að td fyrsta hvers mánaðar skuli tæma. Eins væri hægt að bjóða íbúum að taka ruslafötur að sér og verðlauna þá kannski einu sinna á vetri með snjómokstri á bílastæði eða slætti að sumri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information