Aðgengi aldraða og fatlaða um götur bæjarinns.

Aðgengi aldraða og fatlaða um götur bæjarinns.

Laga þarf flestar/margar gangstéttir á Egilsstöðum/Fellabæ. Nú á dögum ætti að vera sjálfsagður hlutur að komast leiða sinna um það bæjarfélag sem maður á heima í ekki satt ? En svo er ekki. Aldraðir/fatlaðir eða aðrir sem styðst við göngugrindur með hjólum eða þeir sem fara allar sínar leiðir í hjólastólum komast einfaldlega ekki alltaf þangað sem það þarf að fara með góðu móti. Af hverju ? Vegna þess að bratti á niðurteknum kanntsteini er einfaldlega of mikill eða brúnir of háar.

Points

Hliðin sem sett eru til að hindra bílaumferð eru líka oft staðsett þannig að hjólastólar, hjólavagnar og tvíbreiðar barnakerrur komast ekki framhjá án þess að fara út fyrir stíginn. T.d. hliðin milli Koltraðar og Tjarnarlanda, Milli Einbúablá og skógarlands og víða

Tekið úr leiðbeiningum frá mannvirkjastofnun. "Kantur frá t.d. bílastæði að fláa á gangstétt má að hámarki vera 25 mm hár til að fólk í hjólastól geti farið um hann. Kanturinn er nauðsynlegur fyrir sjóndapra og blinda til að þeir geti farið eftir gangstéttinni með blindrastaf. Hámarks halli á fláanum er 1:10 (10 %). Ef hallinn er meiri er hætta á að hjólastóllinn velti." Þessi lýsing hér að ofan virðist ekki eiga við um margar gangstéttir á Fljótsdalshéraði

Halli á niðurteknum kanntsteini er oftast það mikill að ekki er mögulegt að komast með göngugrind þar upp án þess að steypa henni fram fyrir sig á brún sem er of há. Fólk á hjólastól þarf að öllum líkindum að beyta miklu afli til að reyna að komast þarna upp á hjólastól. Amma mín þarf t.d. oft þegar förum út að ganga að stoppa og lyfta göngugrindinni upp á gangstéttina. Fólk sem þarf að nota slíkan búnað hefur að öllum líkindum ekki líkamlega burði til að standa í slíkum verknaði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information