Göngustígur umhverfis flugvöll

Göngustígur umhverfis flugvöll

Nú standa til breytingar á skipulagi flugvallarins og í framhaldi af þeim væntanlega framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll. Áhugahópur um útivist og göngu, skokk og hjólreiðaleiðir hefur mikinn áhuga á að fá auðfarinn, góðan göngustíg utan girðingar umhverfis flugvöllinn. Við teljum að það muni gera gott bæjarfélag betra.

Points

Stæði og stígar utan við öryggisgirðingar eru hér og þar einnig vinsælir við flugvelli í útlöndum. Mér sýnist stígur kringum Egilsstaðaflugvöll nýtast bæði íbúum hversdagslega og ferðamönnum sem bíða milli flugferðanna sem á fljótlega að fjölga. Hann væri gullið tækifæri til afþreyingar og hreyfingar: Fuglalíf og Fljótið sjá, flugvélar á sveimi þar styrkja kropp á stígi má, á staðnum besta í heimi.

Náttúran við Fljótið er falleg og þar er mikið fuglalíf. Margir hafa ánægju af því að fylgjast með fuglalífinu á göngu sinni og einnig hafa margir gaman af því að fylgjast með flugvélum lenda og taka á loft. Auðfarinn göngustígur á flatlendi er einnig þægilegur fyrir fólk sem gengur sér til heilsubótar og skokkara svo eitthvað sé nefnt. Við höfum séð að við Reykjavíkurflugvöll eru stígar sem eru fjölfarnir af gangandi, hjólandi og skokkandi fólki og er þeir stígar vinsælir til útivistar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information