Bæta öryggi gangandi vegfarenda

Bæta öryggi gangandi vegfarenda

Efla hreinsun á gangstéttum í bænum og á öllum bílaplönum við stofnanir á vegum Fljótsdalshéraðs (bæði vegna snjós og hálku): Moka gangstéttir daglega, eftir að búið er að moka götur (snjó oft rutt af götum á gangstéttir). Moka og sanda gangstéttir og bílaplön í hálku, alla daga. Moka allar gangstéttir. Dæmi um stíga sem hafa ekki verið mokaðir: við Seyðisfjarðarveg ofan Einbúablár, frá strætóskýli ofan við Litlu-Skóga að AB varahlutum og meðfram því húsi. Merkja betur gangbrautir á sumrin.

Points

Fróðlegt væri að vita hvort sveitarfélög bera einhverja ábyrgð ef fólk slasar sig til dæmis á bílaplani við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Í tíðarfari eins og nú þegar skiptist á hláka og snjókoma er hálkan lúmsk. Suma daga hefur snjór fallið á glæruna og færið verður ennþá verra.

Mikilvægt er að moka snjó af gangstígum ekki síður en götum. Einnig þarf að bregðast við hálku með meiri söndun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information