Nýtum hreina, íslenska vatnið

Nýtum hreina, íslenska vatnið

Heilbrigði og umhverfisvæni fjölskyldubærinn Egilsstaðir ætti að ýta enn frekar undir heilbrigðið og gera út á hreina, íslenska vatnið. Hægt væri að koma fyrir fallegum brunni/krana á áberandi stað á Egilsstöðum (á torginu!) þar sem fólk getur fyllt á flöskur og fengið sér ferskt og ómengað vatn langt frá mengun stórborganna. Borgin Karlovy Vary í Tékklandi gerir út á vatnið með mjög góðum árangri. Þar finnur þú víst besta vatn í heimi og sund heitir ekki sund, heldur „Thermal Healing Spa“.

Points

Í Karlovy Vary eru bæði gosbrunnar og kranar í bænum og fólk getur keypt sérhannaðar vatnskönnur til að fylla á (tækifæri fyrir hönnuði/handverksfólk). Fólk flykkist til borgarinnar allt árið því vatnið hefur yngingarmátt og leysir víst ýmisleg sálræn og líkamleg vandamál. Egilsstaðir hefur þó eitt stórt framyfir KV og það er að vatnið hérna er gott á bragðið. Ég styð heilshugar gufubaðshugmyndina því hún ýtir líka undir: Velkomin í "Sundlaug Egilsstaða - Thermal Healing Spa". :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information