Flytja gömlu Klausturselsbrúna á Selfljót við Hreimsstaði

Flytja gömlu Klausturselsbrúna á Selfljót við Hreimsstaði

Það var auglýst eftir hugmyndum um nýtingu á brúnni við Klaustursel þegar að endurnýjun kemur. Það væri rétt að skoða hvort hún gæti nýst til að brúa Selfljótið við Hreimsstaði.

Points

Þó mér finnist hugmyndin um að brúa við Hreimsstaði góðra gjalda verð, og ég geri mér líka grein fyrir að þessi tillaga tengist því að kallað var eftir hugmyndum um nýjan stað fyrir Klausturselsbrúna, held ég að hvað sem verður þá ætti þessi sögufræga brú ekki að fara af Jökuldal.

Í áratugi hefur verið óskað eftir að fá Selfljót yrði brúað við Hreimsstaði. Gert er ráð fyrir brú og vegi þar í aðalskipulagi sveitarfélagsins og einhverntíman var úthlutað byrjunarfjármagni til brúargerðar en það hefur ekki verið nýtt. Brúin myndi stytta leiðina í Hreimsstaði um ca. 20 km, í Rauðholt um ca. 10 km og nýtast sem varatengin í fyrir Hjaltastaðaþinghá austan Selfljóts.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information