Það þarf helst að færa reiðhjólagrindina sunnan við inngang að bæjarskrifstofunum. Sennilega þarf bærinn að tala við aðra í húsnæðinu um það en grindin er varla til gagns eins og er. Ef bíll stendur á næsta stæði þá er ég hræddur um að skemma hann þegar ég set hjólið í stellið. Ef ég stilla upp hjólinu samt þá kemst enginn milli þess og bílsins. Þetta er hugmynd sem kostar ekki krónu! Oft í hugmynd heil er brú en heimtar mikið fé. Kostar ekki krónu sú, án kaups ég læt í té.
Bærinn hefur þá stefnu að tryggja hreint umhverfi og heilsusamleg lífsskilyrði. Það samræmist því ekki að gera erfitt fyrir þá sem hjóla.
Það þarf átak í sveitarfélaginu (heilsueflandi samfélagi) að gera aðstöðu fyrir hjólastæði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation