Frístund opin í sumar fyrir nemendur yngsta stigs :)

Frístund opin í sumar fyrir nemendur yngsta stigs :)

Ég sem foreldri er afar ánægð með þjónustu frístundarinnar sem starfrækt er í Grunnskólanum á Egilsstöðum og sonur minn er mjög ánægður þar að loknum skóla. Ég sem leikskólakennari hef vinnuskyldur á sumrin og minn vinnustaður er lokaður í 4 vikur en það verður ákveðið eftir kosningu og er enn ekki komið fram hver sá tími verður en já mikið yrði það frábær lausn til þess að dekka sumarið ef frístundin væri opin í sumar og þá gæti fjölskyldan notið sumarfrísins saman :)

Points

Vinnustaðir lenda í vandræðum því að börnin geta ekki verið með foreldrunum allt sumarið, fjölskyldur er að púsla og vandræðast með börnin á meðan þau geta átt gott og skemmtilegt sumar með vinunum í leik og verkefnum undir öruggri handleiðslu starfsfólksins í frístundinni. Það er ekki hægt að skilja yngstu börnin úr grunnskólanum eftir ein heima og ekki heldur forsvaranlegt. Því er frístund besti kosturinn með gæslu og fæði :)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information