Frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Frisbígolfvöll í Tjarnargarðinn

Gaman væri að sjá frisbígolfvöll í Tjarnargarðinum en víða um land er slík aðstaða í almenningsgörðum s.s. á Klambratúni í Reykjavík og Hamarskotstúni á Akureyri. Frisbígolf er leikið á svipaðan hátt og venjulegt golf. Í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn frisbídiska sem kastað er í þar til gerðar körfur. Frisbígolf er íþrótt sem hentar öllum aldurshópum og er frábært sport fyrir alla sem frisbídiski geta valdið.

Points

Startpakki fyrir byrjendur kostar 5500 kr. og þá ertu klár. Gerist varla ódýrara að byrja að æfa. Eigandi netversluninar, http://frisbigolf.is , hefur líka sýnt áhuga á að aðstoða við að koma þessu af stað. T.d. með námskeiði (Enda ættaður af Jökuldal :-) )

Þetta er stórskemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Hentar fólki á öllum aldri og menn spila bara á sínum hraða. Bráðvantar svona aðstöðu á Fljótsdalshéraði og ég er viss um að þetta yrði vinsælt.

Þetta er ódýr en skemmtileg afþreying sem öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Auk þess er nánast engin röskun á umhverfi fylgjandi frisbígolfvelli.

Frisbígolf er frábær almenningsíþrótt sem hvetur fólk til útiveru og hollrar hreyfingar enda ætlað öllum aldurshópum allt frá 5 ára til 105 ára. Ekkert kostar að nota folfvellina og búnaður er mjög ódýr (einn frisbígolfdiskur kostar aðeins 2.000 krónur). Nú eru komnir 20 frisbígolfvellir í alla landshluta - nema Austurland!

Með því að bjóða upp á skemmtilegan útivistarmöguleika eins og þennan er verið að gefa fólki einhverja ástæðu til að eyða góðviðrisdögum í þessum fallega garði sem er alltof sjaldan notaður. Þetta hefur heppnast mjög vel á Klambratúni í Reykjavík, sem er nú mun betur nýttur en áður. Þar hefur uppsetningu vallarins verið fylgt eftir með því að vera með kistur af ýmsum útileikjum á borð við Kubb sem fólk getur gengið í.

Íþróttin hentar öllum og leikmenn sem eru í slakri líkamlegri þjálfun geta auðveldlega byrjað hægt og síðan aukið hæfni sína stig af stigi eftir því sem líkamlegt ástand batnar og eflist. Íþróttin útheimtir einbeitingar og útsjónarsemi og sameinar hreyfingu, útivist og gleði. Frisbígolfvellir nota náttúrulegt umhverfi og ekki er þörf á neinum sérstökum flötum eða sérstökum breytingum á náttúru staðarins, aðeins uppsetningu á körfum. Nánari upplýsingar um frisbígolf á http://www.folf.is/

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information