Snjóbrettabrekku í Selskóg

Snjóbrettabrekku í Selskóg

Upplagt væri að gera snjóbrettabrekku frá vatnstanki og niður í mýrina við Seyðisfjarðarveg. Brekkan er passlega löng og pallótt og auðvelt að gera í hana hinar ýmsu þrautir.Þetta er mjög auðveld aðgerð þar sem vatnið fyrir snjóbissu er við hendina, stutt í rafmagn fyrir litla diskaliftu snjóbissu og lýsingu. Aðeins þarf að riðja svolítið kjarr og forma brekkuna.

Points

Get séð fyrir mér að fjölskildur taki sér eina helgi í Héraði á vetri með krakkana til að heimsækja Brettagarðinn í skóginum.

Aðgengi að svona mannvirki í göngufæri fyrir krakkana hefði feiki mikil áhrif til hins betra hvað varðar hreifingu og félagskap utan skólatíma og þarna er nánast undantekningalaust hægt að vera þó veður séu válind. Við vitum öll hvað ástundun er stopul þegar þarf að ferðast yfir fjallveg til að komast í brekkuna, sem þýðir fyrir flesta í mesta lagi ein ferð í viku ef veður og færi leifa, og enn aðrir kynnast aldrei þessari íþrótt. Eitthvað sem gæti rifið helling af krökkum frá tölvunni......?

Einhverjir muna kannski eftir kaðallyftunni gömlu sem var við kirkjuna í eina tíð, mikið vorum við krakkarnir búnir að nota hana enda eins og segir hér að ofan, það er svo mikilvægt að hafa svona í göngufæri.

Mæli með að vetraráhugafólk fái sér göngutúr frá vatnstanki niður í mýri

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information