Í menntun til sjálfbærni eru valdefling og nemendalýðræði lykilþættir. Nemendur læra um umhverfismál og sjálfbærni og þær ógnir sem steðja að en þeir fá líka í hendur tæki og tól til að sporna við vandanum. Lögð er áhersla á þverfagleg verkefni, hnattræna vitund og tengsl við nærsamfélag. Nemendur eru búnir undir framtíðina og vinna verkefni sem m.a. stuðla að því að finna árangursríkar leiðir til að allir jarðarbúar geti lifað góðu lífi án þess að ganga á auðlindir jarðar.
SÞ leggur áherslu á menntun til sjálfbærni og kemur fram í Heimsmarkmiði 4.7 að „Eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allir nemendur öðlist þekkingu og færni til þess að ýta undir sjálfbæra þróun.” Fram kemur í aðalnámskrá að stefnt skuli að menntun til sjálfbærni í skólastarfi og er sjálfbærni einn af grunnþáttum menntunar. Skólar á grænni grein (grænfánaverkefnið) vinna skv. menntun til sjálfbærni og geta aðstoðað við innleiðinguna en skv. UNESCO er verkefnið helsta innl.tæki stefnunnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation