Að við alla hönnun og skipulag verði leitast við að umhverfisáhrif skipulags, bygginga, samgangna og búsetu verði sem minnst.
Sammála þessu væri hægt að setja jafnvel stýringu á úr hverskonar efnum húsin væru gerð (lífrænum efnum eins og timbri) og helst flutt sem styðsta vegalengd. Ég væri þó til í að sjá svona frárensli virka áður en það yrði sett í heilt hverfi, við höfum verið í vandræðum að losna við vatn í hlákum í Urðargili amk
Ákvæði verði um byggingar að þær séu eins umhverfisvænar og orkusparandi og mögulegt er. Að í hverfinu verði yfirboðsvatn nýtt eða komið í burtu án þess að þurfa að leiða það í leiðslum. Að sameiginlegar lausnir verði í sorpmálum og að gróður verði markvisst nýttur í að skapa skjól.
Ég er hlynntur því að reyna takmarka slæm umhverfisáhrif en set spurningamerki við að hafa ákvæði um að allar byggingar þurfi að uppfylla umhverfis staðla umfram byggingar reglugerð. Falleg hugmynd en ber stein í götu margra sökum mikillar skriffinsku og kostnaðar aukningar sem slík ákvæði gætu haft í för með sér.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation