Markviss þátttaka barna í ákvarðanatöku

Markviss þátttaka barna í ákvarðanatöku

Tryggja markvissa þátttöku barna í ákvarðanatöku Stefnt er að því að í gegnum menntun verði markvisst byggð upp þekking, færni og viðhorf sem styrkja getu barna til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis-og lýðræðisþjóðfélagi. Með ástundun lýðræðis í öllu námi eflist félagsfærni og börn læra að hlusta og bera virðingu fyrir ólíkum skoðunum og móta sínar eigin. Sérstaklega verði hugað að mótun leiða til að hlusta á raddir barna og þau hvött til áhrifa og ábyrgðar um málefni sem varða þeirra eigið líf, nám og mótun samfélags.

Points

Einhvernvegin finnst mér ekki felast nægjanlegt lýðræði í þessari setningu "Sérstaklega verði hugað að mótun leiða til að hlusta á raddir barna og þau hvött til áhrifa og ábyrgðar um málefni sem varða þeirra eigið líf, nám og mótun samfélags.„ Í setningunni felst meiri einstefna og ráðandi vald kennara en gagnvirkni á milli kennara og nemenda. Fyrir vikið verður setningin ótrúverðug.

Að notast við hugmyndir úr virðingarríku uppeldi (respectful / mindful parenting) innan leik- og grunnskóla eflir börn til þess að treysta á eigin getu og þekkja sín mörk og þar af leiðandi mörk annara. Ef öll börn, óháð kyni, læra að virða bæði sín mörk og annara má gera sér vonir um að t.d. kynferðisofbeldi fari dvínandi í framtíðinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information