Þátttaka barna í frístunda- og íþróttastarfi

Þátttaka barna í frístunda- og íþróttastarfi

Auka þátttöku barna í frístunda- og íþróttastarfi. Virk þátttaka í frístundum og íþróttastarfi þroskar félagsfærni og vinnur gegn félagslegri einangrun. Stefnt er að því að allir fái viðeigandi þjónustu óháð aldri og getu, og tækifæri ólíkra samfélagshópa til þátttöku í slíku starfi sé tryggð. Tryggja þarf að unnið sé eftir viðurkenndum gagnreyndum aðferðum, bæði til að öðlast færni sem nýtist í námi og leik, og til að efla -andlega, félagslega og líkamlega heilsu á skynsaman hátt. Einnig að gæði og öryggi þátttakenda sé ávallt í fyrirrúmi og að unnið verði gegn mismunun, einelti og ofbeldi. Mikilvægt er að starfsfólk, leiðbeinendur og þjálfarar hafi viðeigandi menntun og fái góða og reglubundna fræðslu.

Points

Hafa íþróttastarf nálægt skólum og á skólatíma. Það eru hundrað krakkar að æfa fótbólta í Fífunni á sama tíma. Er hægt að bjóða upp á minni hópa í íþróttahúsum skólanna? Þá geta börnin gengið eða hjólað heim.

Það þarf að eyða þeirri menningu að deildir íþróttafélaga séu í "keppni" um að ná í iðkendur og þar með æfingagjöld. Hægt væri að fram að ákveðnum aldri, t.d. 12 ára, væru börn skráð í íþróttafélag, og myndu greiða eitt æfingagjald, en gætu svo valið sér t.d. 1-3 greinar til að æfa innan félagsins.

Bjóða upp á sumarfrístund (leikjarnámskeið frá kl 9-16) í frístundarheimilum bæjarins sem tekur við þegar skólinn fer í sumarfrí. Það minnkar til muna allt púslið við að láta sumarið ganga upp hjá barnafjölskyldum.

Efla starf félagsmiðstöðva í skólunum og nýta þær til að efla tengsl milli íþrótta og frístundafélaga

Bjóða upp á öflugra íþróttastarf í Snælandshverfinu. Færri börn í því hverfi stunda íþróttir en í öðrum hverfum. Láta tómstundarvagninn keyra krakkana til baka i hverfin sín eftir æfingar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information