Mikil gróska er í klifuríþróttinni á Íslandi en t.d. er ný risinn klifurveggur í Mývatnssveit og hefur strax vakið mikla lukku. Klifurveggurinn sem er í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar, er of lítill og löngu kominn til ára sinna. Með því að hafa klifurvegg inni í íþróttahúsinu við Torfnes, t.d. á fjólubláa veggnum, yrði styrkum stoðum rennt undir útvistar-, klifur- og íþróttastarf bæjarins ásamt því að auðga flóru afþreyingar á svæðinu.
Meira um klifurvegginn á Mývatni: https://www.facebook.com/groups/3983377205082526 Sameining klifurveggja og íþróttahúsa þekkist víða erlendis þar sem lofthæðin og aðstaða fyrir iðkendur er yfirleitt góð. Klifurveggurinn myndi einnig nýtast björgunarsveitunum á Norðanverðum Vestfjörðum sem æfingaaðstaða t.d. fyrir björgunarkerfi í fjallabjörgun, óháð árstíma og veðurfari.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation