Það er bæði lýðheilsu- og skipulagsmál að byggja upp góða og aðlaðandi leikvelli á nokkrum stöðum í bænum. Skólalóðin á Ásabraut er t.d. afskaplega óspennandi og óaðlaðandi fyrir börn. Hún nýtist ekki bara á skólatíma heldie auðvitað líka þar fyrir utan. Það þarf meira en litlar lagfæringar heldur þyrfti allsherjar yfirhalningu og fá til þess sérfræðinga í hönnun leikvalla. Svæðið er stórt og möguleikarnir óteljandi. Minni leikvellir á opnum svæðum væru einnig gott framfaraskref.
Góðir og aðlaðandi leikvellir hvetur börn til að leika sér meira úti og hreyfa sig, á skólatíma og þar fyrir utan. Þar að auki gætu þeir verið góður samkomustaður bæjarbúa sem færu þangað með yngri börnum.
Já ég var að hugsa um þar sem við eigum alveg endalaust af vatni , væri frábært að hafa vatns garður fyrir krakkana sem er mjög vinsæl í USA og það vantar líka vatnsbrunnur .
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation