Byggja yfir tröppur í vatnsrennibrautum

Byggja yfir tröppur í vatnsrennibrautum

Rennibrautirnar í Sundlaug Kópavogs og Salalaug eru gjarnan lokaðar á veturna vegna þess að vatn frýs á tröppunum. Þetta gerist ekki t.d. í Laugardalslaug og Lágafellslaug þar sem búið er að byggja yfir tröppurnar. Slík yfirbygging eykur öryggi og fjölgar dögum yfir vetratímann þar sem rennibrautirnar eru opnar. Krakkarnir fá að njóta þess að hamast úti og renna sér og allir foreldrar þekkja hversu notalegt það er að hvíla sig smá meðan börnin taka ferðir í rennibrautunum.

Points

Sund er frábær útivera fyrir alla og barnafjölskyldur nýta sundlaugarnar vel allt árið í kring.. Krakkarnir fá útrás og hreyfingu og foreldrarnir smá hvíld meðan þau hamast í rennibrautunum. Bygging yfir tröppurnar eykur öryggi og fjölgar dögum yfir vetratímann þar sem rennibrautirnar eru opnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information