Sparkvöllur eins og er við flesta skóla á höfuðborgarsvæðinu. Börn og ungmenni við Snælandsskóla geta oft ekki leikið sér í fótbolta þegar æfingar eru á gervigrasinu eða þegar slökkt er á ljósunum við æfingasvæðið. Löngu orðið tímabært að bæta úr þessu.
Virkilega góð hugmynd! - þetta er akkúrat sem þarf á annars flott svæði
Snælandsskóli er eini skólinn í Kópavogi sem hefur ekki upplýstan sparkvöll.
Þetta myndi auka gæði svæðisins svo um munar, enda eini skólinn i Kópavogi sem ekki hefur fengið slíkan völl ennþá.
Mér skilst að þátttaka barna í Snælandsskóla í skipulögðu íþróttastarfi sé minnst af öllum skólum í Kópavogi. Skildi skortur á sparkvelli og boðlegum körfuboltavelli vera ein ástæða þess? Löngu tímabært að koma upp aðstöðu fyrir börnin í þessu hverfi.
Snælandsskóli var á lista ásamt öðrum grunnskólum í Kópavogi í sparkvallaátaki KSÍ (með styrk frá UEFA og fleirum) frá árunum 2004-2008 þegar byggðir voru 111 sparkvellir víðs vegar um landið, aðallega við grunnskóla í samstarfi við sveitarfélög. Snælandsskóli er eini skólinn í Kópavogi þar sem verkefnið var ekki klárað þrátt fyrir mikla eftirspurn í fjölda ára. Eins og staðan er í dag leita börn í Snælandshverfi m.a. út í Fossvogsskóla til að komast á upplýstan sparkvöll.
Sparkvellir eru við alla aðra skóla í Kópavogi og flesta ef ekki alla aðra skóla á höfuðborgarsvæðinu óháð því hvort að önnur íþróttamannvirki eins og gervigras íþróttafélags séu nálægt skólanum. Skv. upplýsingum frá íþrótta og tómstundafulltrúum annarra sveitarfélaga eru þetta vinsælustu leiksvæðin á skólalóðum og eru í notkun fram á kvöld og um helgar. Nemendur í Snælandsskóla eru því að missa af tækifæri og skemmtun sem aðrir hafa aðgang að.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation