Aukið umferðaröryggi á Skálaheiði

Aukið umferðaröryggi á Skálaheiði

Aukin lýsing, jafnvel ný gangbraut/þrenging fyrir ofan Hlíðarhjalla 41. Allt til að hægja á hraða sérstaklega strædó. Setja upp 30 skilti, kópa, eða hraðamælingarskilti. Sbr Digranesvegur og Dalsmári. Hægja á umferð og auka öryggi barna á leið í og úr skóla fyrir neðan skálaheiði 😉

Points

Auka öryggi gangandi vegfæranda, sérstaklega barna í og úr skóla fyrir neðan skálaheiði

Það má líka skoða (gangandi) gatnamótin Skálaheiði/Hlíðarhjalli þar sem engin gangbraut er. Þarna er hraðahindrun, en hún er ekki aðgengileg fyrir fólk með gönguaðstoð (hjólastól, göngugrind), börn á hjólum eða fólk með barnavagna. Gatnamótin eru notuð af gangandi/hjólandi vegfarendum frá leikskólanum og grunnskólanum yfir bæði Skálaheiði og Hlíðarhjalla (yfir i byggðina neðan við Hlíðarhjallann).

Nauðsynlegt að auka umferðaröryggi grunnskólabarna sem þurfa að ganga yfir skálaheiði með ljósum eða hraðahindrun. Strætó keyrir langt yfir hámarkshraða og hægir ekki á sér þrátt fyrir þrengingu vegar, svo ljós eða upphækkun er nauðsynleg til að tryggja öryggi.

Mjög nauðsynlegt að tryggja umferðaröryggi grunnskólabarna sem búa fyrir neðan Skálaheiðina! Mörg börn fara yfir þessa götu.Strætó keyrir yfirleitt vel yfir hámarkshraða þarna þrátt fyrir þrengingu. Svo há hraðahindrun, gangbrautaljós eða bæði því það ÞARF að hægja á umferðinni þarna.

Algjörlega nauðsynlegt að auka öryggi skólabarna og íbúa hverfisins með því að bæta lýsingu, koma fyrir hraðahindrun, gangbraut eða gangbrautaljós á þessu svæði.

Já 👍

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information