hundasvæði á Kársnesi

hundasvæði á Kársnesi

Það er mikið af hundum á Kársnesinu og næsta hundasvæði er í raun annaðhvort Paradísardalur eða Geirsnef og þangað er of langt að labba. Væri gott að hafa útisvæði þar sem hundar og fólk getur hist. Að auki er autt og ljótt svæði fyrir Norðan gatnamót Vesturvör, Urðarbrautar og Kársnesbrautar sem myndi henta ef hent væri smá grasi yfir og girðingu í kring.

Points

Hundar eiga allt gott skilið. Þetta er bráðnauðsynlegt.

Hjartanlega sammála ,mikil þőrf og myndi vera skemmtileg viðbót við hverfið

How can anyone say no to a hundasvæði for the dogs of Karsnes? 😁

Frábær hugmynd ! Maður þarf ekki að vera lengi á labbi á Kársnesinu til að sjá að þar er mikið um hunda og eftir því sem grænu svæðunum fækkar þar sem allstaðar er verið að setja niður hús, hefur þörfin fyrir svona aldrei verið meiri.

erum nýkomin í hverfið með voffa, virðist vera endalaust af hundaeigendum á vappi um göturnar þannig ég var mjög hissa þegar við fundum ekkert hundagerði. :) það væri mjög flott að geta tekið labb með voffa í hverfinu og sleppa í leik við aðra hunda.

Svo sammála. Bráðvantar stað á Kársnesið þar sem hundar og fólk geta hist og leikið sér. Rök fyrir þá sem ekki myndu nýta sér svæðið persónulega: hér væri kominn afgirtur staður þar sem hundar mega vera lausir án þess að brotið sé gegn lögum um lausagöngu. Þar sem hundar væru lausir í fylgd eigenda á þar til gerðu svæði væru minni líkur á að þeir væru lausir annars staðar, og þar með ólíklegri til að nálgast menn og dýr sem ekki vilja hitta lausa hunda.

Mjög sammála, alltof mikið af lausum hundum á tanganum við Naustavör og þetta myndi bæta úr því.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information