Finna góðan stað fyrir torg með veitingastöðum/kaffihúsum/börum í kring þar sem hægt er að hafa huggulega stemningu, fólk getur hist á sumrin með einn kaldan í sólinni og hægt er að hafa litla viðburði allt árið, t.d. jólamarkað. Nú er t.d. mikið verið að byggja mörg fjölbýli með rými á neðstu hæð á svæðinu frá Hamraborg að Nýbýlavegi, þar væri t.d. tilvalið að mynda torg, auk þess sem það gæfi svæðinu mikið aðdráttarafl og myndi búa til heillandi kjarna í næststærsta sveitarfélagi landsins.
Það vantar alveg huggulegan stað með nokkrum stöðum þar sem hægt er að sitja inni/úti og fólk í hverfinu getur hist.
Varðandi staðsetningu þá er líklega heppilegt að hafa í huga að slíkt torg hafi helst gott skjól og hátt birtustig, þ.e. ekki skuggsælt svæði eða þar sem sviptivindar myndast gjarnan.
Geri ráð fyrir að þetta muni fylgja fyrirhugaðri, nauðsynlegri uppbyggingu á Hamraborg-Vallartröð sem mun gerbreyta Kópavogi til hins betra og lokst skapa einhvern alvöru miðbæ á krossgötum Borgarlínu. Menn geta ekki farið til baka í "sveitarómantík" sveitar í kaupstað á þessum hluta Kópavogs. Því þarf klárlega aðstöðu fyrir mannlíf - torg - eins og skipulag gerir ráð fyrir. Og kaffihús/veitingastaði/bari
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation