Það er engin gangbraut fyrir börn úr Hólmahverfinu yfir Grænatún/Kjarrhólma. Það eru hraðahindrandir sem börn halda að séu gangstéttir - bílar sem koma að þeim hægja á sér, börn labba af stað yfir hraðahindranirnar en bílarnir keyra yfir og börn eru í sjálfheldu út á miðri götu.
Umferðaöryggi barna eru þeirra réttindi og skylda Kópavogsbæjar að veita. Það hefur verið ítrekað reynt að vekja athygli starfsmanna bæjarins á hættunni en þeir eru latir að svara tölvupóstum. Nú er tækifæri að ná þeim út af kaffistofunni og fá þá til að gera góða hluti í umferðaöryggi barna á leið í og úr skóla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation