Göngustígur frá Kleifakór að Turnahvarfi

Göngustígur frá Kleifakór að Turnahvarfi

Göngustígur frá Kleifakór að Turnahvarfi fram hjá Vatnsenda (Útvarpsstöðvarvegur) er grófur og á pörtum ekki til staðar. Leiðin er nokkuð fjölfarin og nýtist fólki bæði til heilsuræktar og eins fólki sem gengur eða hjólar til vinnu á milli hverfa. Göngustígur frá Rjúpnavegi að Kleifakór er mjög góður en þar tekur við grófur stígur sem breytist í gamlan illa farinn malbikaðan veg. Engin stígur er svo síðasta spottan að Turnahvarfi. Legg til að gerður verði nýr upplýstur stígur á þessari leið.

Points

Núverandi stígur er grófur og ekki upplýstur nema að hluta. Þetta er fjölfarin leið sem mun nýtast enn betur ef aðstæður verða bættar. Núverandi ástand er stílbrot á annars góðu stígakerfi í Kópavogi. Ég átta mig á að til stendur að ljúka gerð Arnarnesvegar og þá með stígum en það hefur verið lengi á dagskrá og gæti tafist enn frekar. Þess vegna tel ég mikilvægt að ljúka gerð þessa göngu og hjólastígs.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information