Listasetrið - Tónsetur í Urriðaholti

Listasetrið - Tónsetur í Urriðaholti

Nú þegar er búið að vinna drög að nýjum tónlistarskóla í Urriðaholti sem heitir Listasetrið. Tónlistarskólinn er hugsaður til að þjóna íbúum Urriðaholts og bæta þannig aðgengi þeirra barna sem munu stunda sitt grunnskólanám í Urriðaholtsskóla í framtíðinni að tónlist og tónlistarfræðslu. Listasetrið er almennur tónlistarskóli en þegar fram sækir eykur Listasetrið framboð sitt í formi námskeiða í öðrum listgreinum. Styðjum við börnin í hverfinu og sýnum þessu verkefni stuðning.

Points

Margar rannsóknir sýna fram á mikilvægi tónlistar. Því til stuðnings er vísað meistararitgerð mína frá 2015 þar sem fjallað er um aðgengi grunnskólabarna að tónlist í efri byggðum Kópavogs. Niðurstöðurnar voru sláandi en þær sýndu fram á að fjarlægð tónlistarskólanna í sveitarfélaginu við hverfin orsakaði lága þátttöku barna. Með tilkomu Listasetursins mun aðgengi barna í Urriðaholti að tónlist aukast og við tryggjum að börn þurfa ekki að fara langar og erfiðar vegalengdir í tónlistarnámið sitt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information