Ástæða fyrir nafni? Ástæðan að ég vel Blöndubyggð er að þá er verið að aðgreina svæðið í Húnavatnssýslunum og skilgreina svæðið sem er í kringum Blöndu og Blönduós. Margir landsmenn og sérstaklega Höfuðborgarbúar, geta ekki skilgreint hvar Fjallabyggð er og Fjarðarbyggð er á landinu. Með Blöndubyggð er augljóst hvar á landinu þetta sveitarfélag er staðsett því að allir þekkja Blönduós :)
Skilgreinir hvar þetta sveitafélag er á landinu.
Eina ef önnur sveitafélög vilja sameina Blöndubyggð, eins og Skagaströnd, þá mun nafnið aldrei henta þeim, en auðvitað, þá verður bara nafninu breytt aftur, það er svo einfalt. En þeir sem þekkja til, þá mun Skagaströnd aldrei sameinast Blönduós næstu 10-20 árin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation