hjólabrettarampar

hjólabrettarampar

Mig langar að stinga upp á að hjólabrettaramparnir við sláturhúsið verði færðir að t.d. að íþróttahúsi eða skóla. Nú er þar fullt af glerbrotum og járnarusli auk mikillar umferðar í nágrenninu, en þeir eru vinsælir af ca 10 ára hjólandi börnum og gætu verið á barnvænna svæði.

Points

Færa nær leiksvæði barna

Frábær hugmynd

Færum hann :)

Mjög góð hugmynd þetta er afleitur staður

Mikið er ég sammála þessu. hef alltaf furðað mig á staðsetningunni miðað við t.d. búsetu iðkenda. Þetta er líka svolítið eins og það sé verið að fela óæskilegan hóp sem þetta er alls ekki.

Góð hugmynd, sláturhúsplanið er alls ekki besti staðurinn fyrir þetta.

Hjólabrettarampar Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58 (9.11.2016) 201610093 Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna áhuga skólastjórnenda Egilsstaðaskóla á að taka við hjólabrettarömpunum að nýju. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Hvar er þetta mál statt ??? Þetta er stórhættulegur staður fyrir þessa rampa. Færa þá á öruggan og góðan stað svo krakkarnir geti notið og leikið sér öruggt á þeim. Ekki seinna en strax ! Þetta á ekki að þurfa að taka svona langan tíma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information