Aðstaða sem nýtist forráðamönnum og fjölskyldum

Aðstaða sem nýtist forráðamönnum og fjölskyldum

Hvetja til samveru og samskipta foreldra á meðan börn stunda æfingar. Þar mætti t.d. vera kaffihús, yoga/hugleiðslusalur, lyftingaaðstaða, hlaupabretti svo e-ð sé nefnt. Einnig barnahorn fyrir yngri systkini. Einnig væri gott að hafa aðstöðu fyrir iðkendur milli æfinga þ.s. hægt væri að sinna heimanámi, annars vegar hljóðlátt rými og hins vegar aðstaða fyrir hópa. Að auki eru mörg foreldraráð starfandi í bænum, það væri frábært ef þau hefðu aðgang að fundaaðstöðu í Miðgarði.

Points

Samvera og samskipti meðal foreldra hefur mikið forvarnar- og stuðningsgildi. Foreldrar eru oft í því að skutla/sækja - því þá ekki að nýta aðstöðuna t.a. bjóða foreldrum uppá notalegar stundir á meðan börnin eru á æfingum? Það að glæða húsið lífi með aðkomu iðkenda og fjölskyldna þeirra væri virðisauki fyrir húsið, starfsemina og bæjarfélagið.

kaffihúsar aðstaða er góð hugmynd og mundi ekki bara nýtast foreldrum væri bara yfir höfuð henntugt að hafa

núþegar komin líkamsrækt í miðgarð

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information