Ég tel að afgirt hundasvæði myndi hjálpa til við að viðhalda hreinlæti Fjallabyggðar. Þá annað hvort á lóðinni framan við Mjöhúsið eða austan við Bifvélaverkstæðið Bás... einhverstaðar þar sem auðvelt að komast að á veturnar. Þar sem hundasvæðið er í dag er ekki aðgengilegt á veturnar og ekki afgirt Þetta svæði þarf að vera afgirt svo að öryggi allra sé tryggt. Þar geta hundarnir hlaupið um óáreittir og eru ekki að angra aðra sem eru á göngu eða ógnað öryggi kinda sem gætu verið á svæðinu.
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/fegrum-fjallabyggd-nu-kjosum-vid
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation