Göngu-/hjólastígur

Göngu-/hjólastígur

Gera göngu-/hjólastíg frá Eyvindarárbrú að Seyðisfjarðarafleggjara að minnsta kosti. Á stuttum kafla frá Randabergi liggur reiðstígur eitthvað út eftir Borgarfjarðarvegi sem mætti tengja við göngustíginn.

Points

Mikil umferð um þennan veg, sérstaklega á þeim dögum sem Norræna kemur að landi. Stórir trukkar og ferðamenn með húsbíla eru fjölmargir. Þessi vegur (Borgarfjarðarvegur) er mjög vinsæll á meðal hjólandi, sem og gangandi vegfaranda (oft með hundana sína). Beygjan rétt handan við Sigfúsarlund er hættuleg og ef að bílar þurfa að mætast er gangandi/hjólandi fólk að skapa mikla hættu þar sem að ekki er gert ráð fyrir þeim á þessari leið. Þetta kallar á slys em hægt er að koma í veg fyrir.

Endilega tengja þær leiðir sem við eigum saman þannig að hægt sé að nýta þær sem best. fólk er farið að hlaupa, hjóla og ganga mun lengri vegalengdir en áður. Þessi stígur myndi líka búa til örugga leið frá Egilsstöðum og upp að Fardagafossi með því að nýta gamla Steinholtsveginn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information