Kaupa ný leiktæki á leiksvæðin sem eru staðsett á Fossveginum og Laugarveginum sem hentar börnum frá 1-10 ára. Leiktækin þar eru orðin ónýt og hættuleg fyrir börnin. Hægt er að skipta peningnum í tvennt fyrir þessi tvö leiksvæði, með nýjum leiktækjum verður vonandi hvatning fyrir bæinn til að halda þessum leiksvæðum fallegum á sumrin og þurfa því börnin ekki að fara úr sínum hverfum til að leika sér.
" vonandi hvatning að bærinn haldi þessum fallegum á sumrin,, það á bara vera skylda að hafa tæki sem þarf litið viðhald þarf og bærinn hafi það fyrir reglu að þau séu yfirfarin fyrir hvert sumar.
Styð þessa hugmynd :)
Frábær hugmynd, og mun nýtast sjósundköppum vel!
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Til hamingju, þessi hugmynd er þar á meðal en hún var sameinuð öðrum svipuðum sem bárust. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/fegrum-fjallabyggd-nu-kjosum-vid
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation