Draga úr slætti í bökkunum nyrst í Ólafsfirði (norðan Tjarnaborgar). Leyfa viltum gróðri njóta sín þar en slá þó bakkana í sumarlok líkt og gert er í bökkunum við Síldarmjasafnið á Siglufirði.
Það má minnka töluvert slátt í Ólafsfirði og draga þar með úr mengun og minnka kostnað. Villt tún og bakkar geta verið falleg með smá hjálp.
Grátlegt að horfa upp á þessa náttúrulegu blómlegu bakka slegna niður ( fyrir utan óþarfa mengun) svo veita þeir skjól fyrir fuglsungum
Nú hafa 14 verkefni verið valin í íbúakosningu Fegrum Fjallabyggð 13.-26.mars. Þessi hugmynd var ekki valin í kosningu en verður send sem ábending til þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar. Við hvetjum þig til þess að taka þátt í að velja hugmyndir og að hvetja alla íbúa Fjallabyggðar 15 ára og eldri til þess að kjósa hér: https://betraisland.is/group/28489. Nánari upplýsingar er að finna á https://www.fjallabyggd.is/is/stjornsysla/fjallabyggd/frettir-og-tilkynningar/fegrum-fjallabyggd-nu-kjosum-vid
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation