Listigarður og útivistarsvæði

Listigarður og útivistarsvæði

Hugmyndin gengur út á að skapa fjölbreytt útivistarsvæði meðfram Varmá og upp að Vesturlandsvegi þar sem útivist, fallegur lystigarður og útilistaverk sameinast á einum stað með frábært útsýni út Leiruvog. Auka fjölda leiða á svæðinu. Bjóða uppá fjölbreytta flóru af gróðri í sambandi við garðyrkju deild Mosfellsbæjar. Bjóða einum listamanni á ári að búa til lista verk á svæðinu sem myndi hægt og rólega byggjast upp um allt svæðið.

Points

Þessi hugmynd gengur útá líðheilsu fólks, skapandi hugmyndflug fólks, aðdráttarafl fyrir bæjarfélegið að draga til sín útivistarfólk, halda í náttúruna innan bæjarins sem fólki er svo annt um sem býr í Mosfellsbæ og margt margt fleira. Hugmyndin fyllir einnig í 5 af 7 hópum sem tillögur geta tilheyrt 1. Velferð, 2. Börn og Ungmenni, 4. Umhverfi og Samgöngur, 5. Framhvæmdir og Skipulag, 6. Menningarmál Hægt er að sjá svipaða hugmynd hjá Jupiter Artland, https://www.jupiterartland.org/

Dásamleg hugmynd fyrir alla í Mosó. Svona stað hefur alltaf vantað í fallega bæinn okkar.

Lengi getur gott batnað og yrði þetta aldeilis flott viðbót við fallega Mosfellsbæ.

Þetta er frábær hugmynd. Svo myndi þetta líka nýtast sem skautasvell þegar frostharkan bíður upp á það . Dásemdin ein ef gerður yrði útiarinn svo hægt sé að ylja sér eftir góða skauta útiveru 😀

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information