Hleinahverfi - stígar fyrir fatlaða

Hleinahverfi - stígar fyrir fatlaða

Gangstígar í Hleinahverfi eru vægast sagt til skammar fyrir Gaðabæ. Ástand þeirra er að jafnaði mjög slæmt, þeir eru hálfkláraðir, brotnir, þröngir og sumstaðar eru engir stígar! Þarna býr okkar heldra fók sem margt hvert þarf að styðjast við göngugrind eða hjólastól og stígarnir eru algerlega óboðlegir og ófærir fyrir fatlaða.

Points

Núverandi stígar ná ekki út fyrir viðkomandi botlanga auk þess sem að það er um 6 cm brún biður af þeim allsstaðar ofan í rennusteininn. Þetta er mjög slæmt fyrir fatlaða (hjólastólar/göngugrindur). Það er hvergi rampur út af gangstéttinni nema þar sem hún endar. Auk þess er hún hellulögð með gömlum hellum og þar eru mjög margar misfellur að finna. Þekki dæmi þar sem manneskja í hjólastól féll á hliðina í stólnum þar sem slík mishæð var á gangstéttinni.

Íbúar Hleina eru upp til hópa eldra fólk sem þarf gott aðgengi og þurfa að komast um með aðstoð göngugrindar eða hjólastóls. Göngustígar Boðahleinar og Naustahleinar ná ekki út úr botnlanganum í viðkomandi götu (sjá nr.1 og 2 á loftmyndinni). Auk þess sem að Herjólfsbraut og Hraunvangur eru alveg án gangstíga.

Mikið af eldra fólki sem er með allskonar hjálpartæki

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information