Taka komugjald af öllum erlendum ferðamönnum. Þau færu í sérstakan sjóð í umsjá Stjórnstöðvar ferðamála. Stæstum hluta þeirra fjármuna yrði ráðstafað beint til sveitarfélaganna og við úthlutunina væri stuðst við talningar á heimsóknarfjölda og fjölda þeirra staða þar sem þarf að bæta aðstöðu. Hluta yrði varið til að greiða eigendum náttúruperlanna eitthvert auðlindagjald, til að koma í veg fyrir þá óheillaþróun að sett verði upp einhverskonar rukkanir á hverjum stað fyrir sig.
Nauðsynlegt er að veita meiri fjármunum til sveitarfélaganna til að standa undir kostnaði við uppbyggingu og sómasamlegri móttöku sívaxandi fjölda ferðamanna. Ríkið fær nú mestan hluta teknanna og þarf af þeim að standa straum af bættri og mjög aðkallandi vegagerð, löggæslu og heilsugæslu allt í kring um landið. Að öðru leyti skýrir upphafstextinn sig sjálfur
Fín hugmynd - þetta gjald má bara ekki vera hátt.
😉
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation