Lagt til að tjöldun við vegi verði bönnuð og bílaleigubílum sem ekki eru með klóset verði bannað að leggja nema á viðurkenndum tjaldstæðum.
Ástæðan er einföld vegna þess að sérhver manneskja hefur líkamlegar þarfir og ef bílum sem lagt er á afleggjurum eða tjaldað í nágrenni við þjóðvegi er víst að þarna mun verða eftir manna úrgangur. Við þjóðvegi landsins er víða að finna úrgang í formi klósetpappírs ásamt öðru og fylgir þessu mikill óþrifnaður ásamt að vera heilbrigðisvandamál. Það er veruleg hætta á því að stíga í mannaskít ef stoppað er við einhvern afleggjara því miður. Því er lagt til að þetta verði bannað!
Vandamálið er ekki "tjöldun" heldur óþrifnaður. Ég tel líklegt að svona bann myndi ekki gera neitt við óþrifnaðnum en flækja þær reglur sem fólk þarf að kynna sér
Ég tel farsælla að gera tjaldstæði aðgengilegri og hvetja fólk til að nota þau, samhliða því sem fólki er kynntur sá óþrifnaður sem getur fylgt þeirru tjöldun sem um ræðir. Ef fólk treystir sér til að tjalda snyrtilega er engin ástæða til að hamla því.
Það er bannað að tjalda nema fá leyfi landeiganda. Þannig að svona reglur gilda ekki í byggð
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation