Einstaklingar í viðkvæmri stöðu og jaðarsettir hópar

Einstaklingar í viðkvæmri stöðu og jaðarsettir hópar

Huga þarf sérstaklega að einstaklingum í viðkvæmri stöðu og jaðarsettum hópum. Tryggja skal aðgengi þeirra að þjónustu bæjarins.

Points

Mér finnst mikilvægt að sérstaklega sé hugað að einstæðum foreldrum í þessari vinnu, þar sem þeir gleymast ansi oft. Eldri borgarar og öryrkjar fá oft afslátt af aðgengi í íþróttamiðstöðvar, en einstæðir foreldrar ekki, þó búið sé að birta endalaust margar rannsóknir á mjög bágri stöðu þeirra.

Ég hef sérstakan áhuga á því hvernig Kópavogsbær getur staðið dig betur sem vinnuveitandi þegar kemur að endurkomu einstaklinga til vinnu eftir langvarandi veikindi. Hef ýmsar hugmyndir og atriði í huga þar. Vitna þar til vinnu Virk og fleiri aðila sem virðast ekki hafa skilað sér til yfirmanna bæjarins.

Þaki húsnæðisbóta verði breytt þannig að samanlagðar húsnæðisbætur fylgi leiguhækkunum en stoppi ekki við 90 þús kr þakið og leiga hækkar síðan engu að síður og rýrir hlutfall húsnæðisbótanna

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information