Hraðahindrun - Kelduskógar

Hraðahindrun - Kelduskógar

Mjög margir krakkar koma hjólandi "ofan úr skógi" niður göngustíginn sem liggur inn í Kelduskóga á leið sinni í skólann. Það getur verið erfitt fyrir akandi vegfarendur úr sunnanátt að sjá krakkana tímalega þar sem kyrrstæðir bílar geta skyggt á stíginn.

Points

Það er mikið rúntað hringinn um Litlu- og Kelduskóga, og mikið af krökkum nota göngustíginn daglega. Kelduskógar er breið og löng gata og er þar reglulega keyrt yfir hraðamörkum að sögn íbúa. T.d. er hraðahindrun í öllum götum í nýja hverfinu "upp í skógi".

Tek heils hugar undir þetta, allt of margir ökumenn virða ekki hraðamörk í götunni og er þá vægt tekið til orða. Einnig sér maður krakkana oft hjóla eftir göngustígnum ofan úr brekku og beint út á götuna án þess að huga að því hvort bíll sé að koma.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information