Frístundakort Fljótsdalshéraðs

Frístundakort Fljótsdalshéraðs

Íþróttir og tómstundastarf er forvörn til framtíðar og ætti að vera opið öllum börnum óháð tekjum foreldra og forsjármanna eða búsetu. Fljótsdalshérað og íþróttafélögin á svæðinu ættu að gera samning þar sem markmiðið er að vinna gegn því að efna­hags­leg staða barna og fjöl­skyldna ráði því hvort ung­menni geti tekið þátt í skipu­lögðu íþrótt­a­starfi.

Points

Mér finnst leiðinlegt að hugsa til þess að börn þurfa helst að mynda sér skoðun fyrir grunnskóla hvaða íþrótt þau vilja stunda því foreldrar geta ekki auðveldlega staðið straum af kostnaði þegar börn stunda fleiri en eina.

Það á ekki að vera luxus fyrir þá efnuðu að börnin geti verið í frístundum

Íþróttir og annað æskulýðsstarf er besta og ódýrasta forvörn sem hægt er að fá. Félagsleg einangrun sumra barna gæti minnkað við að stunda íþróttir. Peningar eiga ekki að vera hindrun fyrir börn sem vilja stunda íþróttir

Algjörlega nauðsynlegt

Þar sem ég er einstæð móðir er tilhugsunin um að einhverntíman þurfi ég að neita barninu mínu um að stunda íþróttina sína sem hann elskar að stunda vegna þess að ég hafi ekki efni á því mjög erfið. Strákurinn minn er mjög orkumikill og elskar að hreyfa sig og að geta beint því að uppbyggjandi og skipulögðum tómstundum er dýrmætt.

Frístundakort jafnar stöðu barna til að stunda tómstundir

Frístundakort vegna íþrótta- og tómstundastarfs Íþrótta- og tómstundanefnd - 27 (25.1.2017) 201701031 Vísað er til afgreiðlu erindis nr. 201612083 á þessum fundi. Þar var bókað: „Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að afla frekari gagna um fyrirkomulag frístundastyrkja í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt óskar nefndin eftir því að málið verði tekið fyrir í starfshópi sem nú er að störfum um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.“ Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Frístundakort vegna íþrótta- og tómstundastarfs Íþrótta- og tómstundanefnd - 27 (25.1.2017) 201701031 Vísað er til afgreiðlu erindis nr. 201612083 á þessum fundi. Þar var bókað: „Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að afla frekari gagna um fyrirkomulag frístundastyrkja í öðrum sveitarfélögum. Jafnframt óskar nefndin eftir því að málið verði tekið fyrir í starfshópi sem nú er að störfum um gerð æskulýðsstefnu fyrir sveitarfélagið.“ Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþróttir og tómstundastarf er forvörn til framtíðar og ætti að vera opið öllum börnum óháð tekjum foreldra og forsjármanna eða búsetu.

Öll börn undir 8 ára aldri ættu að fá að æfa allar íþróttir án þess að greiða sérstaklega fyrir hverja og eina.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information