Lista og menningarsetur með lista og menningarsögu Eyrarbakka í forgrunn. Þarna væri hægt að stunda listsköpun, semja tónlist, skrifa bækur, halda þarna tónleika, viðburði, námskeið og fleira. Það væri fyrir fólk á öllum aldri en stefnan væri að hafa námskeið, fundi og rými fyrir mismunandi aldurshópa í öllu Sveitarfélaginu. Markmiðið er að skapa meira rými fyrir listsköpun í Sveitarfélaginu og hvetja unga sem aldraða að fylgja sínu sköpunarflæði og blómstra í því í samfélaginu.
Það þarf að efla upp list og menningu í Sveitarfélaginu. Alla mína æfi hefur mér þótt Sveitarfélagið frekar slappt við að byggja upp almennilega listmenningu hér þar sem tekið er mark á sjónarmiðum mismunandi hópa, sérstaklega ungs fólks. Ungir listamenn hérna í Sveitarfélaginu sjá ekki alveg framtíð sína hérna hvað varðar Listsköpun og leitast þá frekar til Reykjavíkur ef þeir ætla að reyna að koma sér á framfæri sem listafólk. Þessu þarf að breyta.
Þarna gæti einnig nýlega stofnað Leikfélag Eyrarbakka verið til húsa og stundað sitt leikstarf og sett upp sýningar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation