Heilsuefling

Heilsuefling

Gera samgöngusamninga við starfsfólk á vegum sveitarfélagsins - fyrst og fremst starfsmenn heilsueflandi skóla en helst alla. Veitt umbun til þeirra sem gera samning um að nota eigin fætur, hjól eða strætó í 6 mánuði annars vegar eða allt árið - í umbuninni felst, t.d. 5000 kr á mánuði eða fastur afsláttur í Íþróttamiðstöðuna (eiga ekki allir að vinna fyrir slíku).

Points

Þetta er klárlega liður í heilsueflingu starfmanna og ekki síður að fjölga þeim fyrirmyndum sem við þurfum fyrir yngri kynslóðina. Vegalengdir eru ekki miklar. Það á að skipta máli að hugað að heilsu starfsmanna sem og draga úr mengun og umferð einkabifreiða. Framkvæmdaliður í umhverfis- og heilbrigðisstefnu :) Nokkrar stofnanir eru með þetta virkt hjá sér s.s. Umhverfisstofnun og Náttúrustofa Austurlands svo einhverjar séu nefndar og eru með starfsstöðvar á Egilsstöðum.

Í gær skrifuðu Fljótsdalshérað og landlæknir undir samning um heilsueflandi samfélag á Fljótsdalshéraði. Það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information